Leikarinn Andrew Sachs látinn

Basil Fawlty og dyggi þjónninn Manuel í Fawlty Towers, sem …
Basil Fawlty og dyggi þjónninn Manuel í Fawlty Towers, sem leikinn var af Andrew Sachs. Sachs lést nýlega, 86 ára gamall.

Leikarinn Andrew Sachs er látinn. Hann var Íslendingum væntanlega hvað best kunnur sem spænski þjónninn Manuel í gamanþáttunum Fawlty Towers, eða Hótel Tindastóll eins og heiti þáttanna var þýtt hér á landi. Sachs var 86 ára er hann lést þann 23. nóvember sl. og var hann jarðsettur í gær.

Breska götublaðið Daily Mail hefur eftir eiginkonu hans Melody að Sachs hefði greinst með heilabilun fyrir fjórum árum.

Sachs átti skemmtilega frasa sem Manuel, sem fólk hafði gaman af að endurtaka eins og „Que?“ og „Ég veit ekkert“. Stjórnandi hótelsins, Basil Fawlty, sem leikinn var af John Cleese, skeytti reglulega skapi sínu á Manuel. „Ég var aldrei ósáttur við það þegar hann sló mig,“ sagði Sachs í viðtali við BBC árið 2014. „Hann er vinur minn, en jú ég verð að viðurkenna að þetta var stundum vont.“

Cleese, sem var einn af höfundum Fawlty Towers, minntist Sachs á Twitter í gær og sagði hann hafa verið ljúfann mann og frábæran gamanleikara. „Ég hefði ekki getað fengið betri Manuel.“

Andrew Sachs fæddist í Berlín í Þýskalandi árið 1930, hann flúði land með fjölskyldu sinni til London árið 1938 þar sem þau settust að. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson