Red Hot Chili Peppers koma næsta sumar

Red Hot Chili Peppers.
Red Hot Chili Peppers.

Bandaríska rokkhljómsveitin Red Hot Chili Peppers mun halda tónleika hér á landi næsta sumar.

Tónleikar sveitarinnar fara fram í Nýju-Laugardalshöllinni 31. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu, sem flytur sveitina til landsins.

Ekki er búið að ákveða hvaða hljómsveit sér um upphitun en þó er ljóst að íslensk hljómsveit mun sjá um það.

Sveitin hefur gefur út ellefu breiðskífur en síðasta fór rakleiðis á topp vinsældarlista víða um heim. Hafa þeir Anthony Kiedis, Flea, Chad Smith og Josh Kinghoffer selt yfir 60 milljón plötur á löngum ferli.

Bassaleikarinn Flea stígur á svið í Laugardalshöll næsta sumar.
Bassaleikarinn Flea stígur á svið í Laugardalshöll næsta sumar. AFP

Almenn miðasala hefst 15. desember kl. 10 á Miði.is. Forsala Senu Live fer fram 14. desember og Songkick forsala fer fram 13. desember. Sérstök tilkynning verður sent út innan skamms með öllum upplýsingum um allar þessar miðasölur, miðaverð, svæðaskiptingu og fleira.

Lesa má nánar um málið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler