Tróðu upp á Fullveldispönki!

Þrjár hljómsveitir sem gerðu garðinn frægan snemma á níunda áratugnum, á pönk- eða nýbylgjurokkstímanum sem kenndur hefur verið við heimildarkvikmyndina Rokk í Reykjavík, tróðu upp á tónleikunum Fullveldispönk! á fimmtudagskvöldið.

Tónleikarnir voru haldnir á vegum hins nýstofnaða Pönksafns Íslands, í Hard Rock Café við Lækjargötu.

Ein tiltölulega ung sveit, Suð, kom fram, en flestir tónleikagestir voru komnir til að hlýða á gamlar hetjur sínar.

Fræbbblarnir hafa komið reglulega komið fram á nær fjórum áratugum og þeir riðu á vaðið, þéttir með þrjá gítarleikara.

Eftir að Suð flutti nokkur lög var komið að Tappa tíkarrassi, hljómsveit sem síðast lék opinberlega árið 1985. Þá voru Björk Guðmundsdóttir og Eyþór Arnalds söngvarar hennar en nú söng Eyþór einn og þótti gestum sveitin firnaþétt og léttleikandi.

Síðust á svið var Jonee Jonee, tríó úr Garðabæ skipað bassaleikara, trommara og söngvara sem síðast kom fram síðla árs 1982 en naut mikillar hylli þau tvö ár sem hún starfaði, fyrir frumleg lög og sérstakan flutning.

Jonee Jonee-félagar keyrðu af krafti og augsýnilegri spilagleði gegnum lögin, sem margir gesta þekktu enn vel, og létu vel af.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson