Kaffihlaðborð fyrir 900 manns

Þessar myndir voru teknar í Jólakaffi Hringsins í fyrra.
Þessar myndir voru teknar í Jólakaffi Hringsins í fyrra.

Á sunnudaginn verður glatt á hjalla í Hörpu þegar árlegt Jólakaffi Hringsins verður haldið. Húsið opnar kl. 13 og hefst dagskrá hálftíma síðar.

„Jólakaffið er fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna. Í fyrra tókum við á móti ríflega 900 manns í kaffihlaðborð þar sem allt er heimabakað af Hringskonum. Mikil spenna er í kringum hið víðfræga Jólahappdrætti er fastur liður en vinningar eru rúmlega tvö þúsund. Einnig verða frábær skemmtiatriði og allir listamennirnir gefa vinnu sína,“ segir í fréttatilkynningu Hringskvenna. 

Ný gjöf til Landspítala og styrkveitingar 2016

Hringurinn hefur samþykkt að gefa Landspítalanum stoðir sem notaðar eru við aðgerðir á þvag-, kynfærum og endaþarmi 3-6 ára barna. Stoðirnar kosta um 900 þúsund krónur. Stoðirnar eru með hraðklemmum til að festa á skurðarborð. Þær stoðir sem nú eru notaðar eru komnar til ára sinna og ekki hefur fengist fjárveiting til kaupa á nýjum. Upplýsingar um styrkveitingar Hringsins á árinu 2016 má finna á vef félagsins. Það sem af er þessu ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 65 milljónir króna.

Öll verkefni Hringsins eru unnin í sjálfboðaliðastarfi Hringskvenna. Yfirbygging félagsins er engin og allir fjármunir sem safnast renna í Barnaspítalasjóð Hringsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant