Reykjavíkurdætur trylltu franska tónleikagesti

Reykjavíkurdætur komu fram í Frakklandi um helgina.
Reykjavíkurdætur komu fram í Frakklandi um helgina. Ljósmynd / Eggert Jóhannesson

Um helgina komu Reykjavíkurdætur fram á einni virtustu tónlistarhátíð Frakklands, Les Trans Musicales, sem haldin var í 38. skipti.

Reykjavíkurdætur eru fimmta íslenska sveitin sem spilar á hátíðinni, en Sykurmolarnir, Björk, Epic Rain og FM Belfast hafa einnig komið þar fram. Fullt var út úr dyrum á tónleikunum dætranna, en tónleikahöllin rúmar 4.000 manns.

Á síðasta ári fór hljómsveitin víða og tróð meðal annars upp á Hróarskeldu og á fleiri stórum hátíðum. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni mun næsta sumar einnig vera annasamt, enda eru þær nánast bókaðar út sumarið.

„Við erum í viðræðum við margar af stærstu hátíðum heims. Sumar það stórar að það er uppselt á þær ár fram í tímann. Fólk verður gjörsamlega ástfangið af dætrunum þegar þær stíga á svið,“ segir Alda Karen Hjaltalín, umboðsmaður sveitarinnar.

Hér má sjá upptöku af tónleikum Reykjavíkurdætra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant