Tíu þúsund miðar í boði

Red Hot Chili Peppers eru á leiðinni til Íslands.
Red Hot Chili Peppers eru á leiðinni til Íslands.

Um tíu þúsund miðar verða í boði á tónleika bandarísku hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers í Nýju Laugardalshöllinni 31. júlí. Miðarnir verða í tveimur verðflokkum. Sá ódýrari sem verður í B-svæði kostar 13.990 krónur en sá dýrari sem verður í A-svæði kostar 19.990 krónur.

Um 6 þúsund A-miðar eru í boði og 4 þúsund B-miðar.

Í tilkynningu frá tónleikahaldaranum Senu kemur fram að engir aukatónleikar verða haldnir.

Frétt mbl.is: Red Hot Chili Peppers koma næsta sumar

Almenn miðasala hefst 15. desember kl. 10 á Miði.is. Forsala Senu Live fer fram 14. desember og forsala Songkick fer fram 13. desember.

Red Hot Chili Peppers hefur selt yfir 60 milljón plötur á ferli sínum.

Meðlimir eru Anthony Kiedis (söngur), Flea (bassi), Chad Smith (trommur) og Josh Klinghoffer (gítar). Undir flaggi sveitarinnar hafa þeir unnið sex Grammy-verðlaun.

Send verður út önnur tilkynning síðar sem útskýrir hvernig forsalan fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson