Baltasar leikstýrir Shai­lene Woodley

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Næsta verkefni leikstjórans Baltasars Kormáks er kvikmynd sem fjallar um ótrúlegt ferðalag konu. Mun hann leikstýra mynd sem ber heitið Adrift. Handrit myndarinnar skrifuðu tvíburabræðurnir Aaron og Jordan Kandell.

Leikkonan Shailene Woodley leikur aðalhlutverkið í myndinni en hún lék meðal annars í myndinni um Edward Snowden sem kom út fyrr á þessu ári. Áætlað er að tökur hefjist snemma á næsta ári.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem fjalla um siglingu Tami Oldham og unnusta hennar, Richard Sharp. Þau lögðu af stað upp í siglingu frá Tahiti í blíðvirði en lentu í miðjum fellibyl. Oldham rotaðist og vaknaði síðar ein og yfirgefin.

Myndin fjallar síðan um það hvernig Oldham reynir að lifa af ein og yfirgefin úti á sjó, langt frá landi, í brotnum bát.

Frétt Deadline um málið

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant