Beyonce með níu tilnefningar

Beyonce á tónleikum í Cleveland, Ohio.
Beyonce á tónleikum í Cleveland, Ohio. AFP

Söngkonan Beyonce hlaut flestar tilnefningar til bandarísku Grammy-tónlistarverðlaunanna, eða níu talsins. 

Drake, Rihanna og Kanye West komu næst með átta tilnefningar hvert.

Beyonce og Adele voru hvor um sig tilnefndar í þremur af fjórum helstu flokkunum.

Þær voru báðar tilnefndar til Grammy fyrir plötu ársins, upptöku ársins og lag ársins. Allt stefnir því í einvígi á milli þessara tveggja vinsælu tónlistarkvenna.

Hátíðin verður haldin 12. febrúar.

Adele var tilnefnd fyrir plötuna 25 og Beyonce fyrir Lemonade. Aðrar plötur tilnefndar sem plata ársins voru Purpose með Justin Bieber, Views með rapparanum Drak og A Sailor´s Guide to Earth með sveitasöngvaranum Sturgill Simpson en valið á síðastnefndu plötunni þykir koma á óvart.

Adele á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári.
Adele á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant