Oflaunaðasti leikarinn í annað sinn

Það borgar sig augljóslega ekki að ráða Johnny Depp í …
Það borgar sig augljóslega ekki að ráða Johnny Depp í vinnu. AFP

Johnny Depp hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið, en fyrr á árinu skildi hann við eiginkonu sína Amber Heard. Skilnaðurinn var afar blóðugur, en Heard sakaði leikarann um að hafa beitt sig ofbeldi. Þá þurfti Depp að greiða Heard fúlgur fjár, eða 819 milljónir, við skilnaðinn.

Ekki batnar það því nú hefur Depp hlotið nafnbótina oflaunaðasti leikarinn, en hann situr á efsta sæti lista sem tímaritið Forbes tók saman.

Samkvæmt greiningu Forbes hafa síðustu þrjár kvikmyndir leikarans aðeins skilað 2,80 dollurum fyrir hvern dollara sem hann fékk að launum. Teiknimyndir og myndir sem sýndar voru í færri en 2.000 kvikmyndahúsum voru ekki teknar með í reikninginn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Depp hlotnast þessi vafasami heiður, en hann var einnig oflaunaðasti leikarinn á síðasta ári.

Frétt mbl.is: Johnny Depp oflaunaðasti leikarinn

Kvikmyndin Alice Through the Looking Glass halaði til dæmis ekki …
Kvikmyndin Alice Through the Looking Glass halaði til dæmis ekki inn mikið af peningum. Stilla úr Alice Through the Looking Glass
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant