Óttast að barnabörnin verði almúgafólk

Andrés prins og dætur hans, prinsessurnar Eugenie og Beatrice.
Andrés prins og dætur hans, prinsessurnar Eugenie og Beatrice. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Andrés prins er sagður hafa farið fram á að kærasti Eugenie prinsessu verði gerður að jarli. Prinsessan sást nýverið skarta hring á baugfingri og velta fjölmiðlar því fyrir sér hvort hún sé trúlofuð kærasta sínum, Jack Brooksbank, sem ekki er af konunglegum ættum.

Ef ekkert verður að gert og skötuhjúin ganga í hjónaband munu börn þeirra ekki hljóta konunglega nafnbót, og í raun tilheyra almúganum eins og fram kemur í frétt Daily Mail.

Þetta hugnast Andrési prins ekki, en hann hefur lengi barist fyrir því að dætur hans skuli fá aukið vægi innan konungsfjölskyldunnar. Prinsessurnar eru ekki á framfæri ríkisins, og þurfa að sjá fyrir sér sjálfar en samkvæmt frétt Daily Mail hefur Karl Bretaprins lengi sett sig á móti því að prinsessurnar verði settar á launaskrá.

„Andrés segir að dætur hans hafi fallið í skuggann af Vilhjálmi, Katrínu og Harry, en hann trúir því að ástandið muni einungis versna þegar Georg prins og Karlotta prinsessa vaxa úr grasi,“ er haft eftir ónefndum heimildamanni.

„Hann hefur lengi barist fyrir því að prinsessurnar, sem eru með blátt blóð í æðum, fái að sinna sómasamlegum konunglegum störfum og fái að búa við sömu skilyrði og frændfólk þeirra í Kensington-höll. Hann óttast að þeim verði kastað til hliðar þegar drottningin deyr.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fregnir af þessu tagi skjóta upp kollinum, en fyrir nokkrum árum var greint frá því að dætrum Andrésar hefði smám saman verið verið bolað burt úr konunglegum skyldustörfum í nafni sparnaðar.

Frétt mbl.is: Alvöru prinsessur sniðgengnar í Buckingham

Eugenie prinsessa og kærasti hennar, Jack Brooksbank.
Eugenie prinsessa og kærasti hennar, Jack Brooksbank. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant