Fengið viðbrögð úr óvæntum áttum

Danski leikarinn Mads Mikkelsen í tölvuleiknum Death Rising.
Danski leikarinn Mads Mikkelsen í tölvuleiknum Death Rising. Ljósmyndr/skjáskot

Íslenska hljómsveitin Low Roar er með titillag í tölvuleiknum Death Stranding frá tölvuleikjaframleiðandanum Kojima Productions. Lagið og nýjast stikla tölvuleikjarins hefur vakið mikla athygli en leikurinn er ekki kominn út en er væntanlegur á næstunni. „Við höfum fengið mikil viðbrögð úr óvæntum áttum,” segir Leifur Björnsson meðlimur hljómsveitarinnar. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Logi Guðmundsson og Ryan Karazija frá San Fransisco sem er aðalsöngvari sveitarinnar.

Leifur segi að tilviljun hafi í raun orðið til þess að lag eftir þá rataði í þennan tölvuleik. Japaninn Hideo Kojima leikstjóri og handritshöfundur tölvuleiksins keypti plötu hljómsveitarinnar í hljómplötuversluninni 12 tónum þegar hann var hér á landi. Eftir það setti hann sig í samband við hljómsveitina og óskaði eftir að fá að nota lag sveitarinnar. Að minnsta kost eitt lag hljómsveitarinnar verður notað í tölvuleiknum. Að sögn Leifs veit hann ekki hvort samningar hafi náðst um að nota annað lag í tölvuleiknum. 

Að sögn Leifs hefur Japaninn verið töluvert á Íslandi og meðal annars skoðað landið með það í huga að taka upp tölvuleiki hér á landi. Kojima hefur að mestu verið í sambandi við umboðsmann hljómsveitarinnar í Bandaríkjunum og einnig söngvara sveitarinnar Ryan Karazija í þessu ferli.  

Hljómsveitin Low Roar.
Hljómsveitin Low Roar.

„Rokkstjarna í tölvuleikjaheiminum“

„Þessi strákur er víst rokkstjarna í tölvuleikjaheiminum og leikurinn þykir líka fréttnæmur,“ segir Leifur af yfirvegun. Hann viðurkennir að hann spili sjálfur ekki tölvuleiki og því hafi hann ekki áttað sig á hvað þetta raunverulega þýddi. Það kom vinum og kunningjum hans sem þekkja betur til í tölvuleikjaheiminum skemmtilega á óvart að heyra tónlist sveitarinnar þegar þeir sáu stikluna úr væntanlegum tölvuleik.

Í febrúar kemur út 12 tommu vínylplata með tveimur lögum hljómsveitarinnar og er annað þeirra umrætt lag úr tölvuleiknum. 

Tónlist hljómsveitarinnar hefur verið spiluð talsvert mikið í sjónvarpsþáttum í Bandarísku sjónvarpi. Ný plata með hljómsveitinni er væntanleg í apríl á næsta ári. Búið er að taka upp allt efni á plötunni. Undanfarið hafa hljómsveitarmeðlimir verið að vinna hver að sínum verkefnum en fara svo á tónleikaferðalag víða um heim á næsta ári.  

Í tölvuleiknum Death Stranding eru meðal annars leikararnir Mads Mikkelsen og Norman Reedus. Þess má geta að Kojima Productions framleiddi einnig tölvuleikinn Metal Gear Solid.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson