Var orðinn 49 kíló

Martin Scorsese hugsaði ekki vel um sig á sínum yngri …
Martin Scorsese hugsaði ekki vel um sig á sínum yngri árum. Skjáskot / The Hollywood Reporter

Leikstjórinn Martin Scorsese opnaði sig um baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn í nýju viðtali við Hollywood Reporter. Leikstjórinn var á sínum yngri árum afar langt leiddur, en hann lét næstum lífið eftir að hafa notast við ávanabindandi lyf og unnið yfir sig.

Leikstjórinn sagði að botninum hefði verið náð árið 1978, þegar hann hafði lokið við gerð kvikmyndarinnar New York, New York.

„Ég rankaði við mér á spítala, furðu lostinn þegar ég komst að því að ég væri nær dauða en lífi. Margt hafði gerst, ég hafði til að mynda misnotað lyfseðilsskyld lyf og líkaminn minn brást illa við. Ég var orðinn 49 kíló, þó ekki eingöngu vegna lyfjanna. Ég þjáðist einnig af astma,“ sagði leikstjórinn, sem þurfti að dvelja á spítalanum í 10 daga.

„Mér var haldið á spítalanum í 10 daga. Læknarnir sáu um mig og ég áttaði mig á því að ég vildi ekki deyja eða kasta lífi mínu á glæ.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson