Kafbátur brýst upp úr Mývatni

Af tökustað myndarinnar við Mývatn.
Af tökustað myndarinnar við Mývatn. mbl.is/Birkir Fanndal

Fyrsta stiklan hefur nú verið gefin út fyrir kvikmyndina Fast & Furious 8. Ísilögðu Mývatni bregður þar meðal annars fyrir, en atriði fyrir myndina voru tekin þar upp fyrr á þessu ári.

Eins og búast mátti við hefur tölvutæknin breytt útliti Mývatns að einhverju leyti, og meðal annars má í stiklunni sjá kafbát brjótast upp á yfirborð vatnsins. Ekki verður þó spillt meira fyrir lesendum að svo stöddu, sjón er sögu ríkari:

Leikmynd fauk og vinnuvélar sukku

Á meðan tökur stóðu yfir í Mývatnssveit gekk á ýmsu, eins og mbl.is greindi frá á sínum tíma. Meðal annars þurfti að aflífa hest­inn Júpíter eft­ir að hann fót­brotnaði illa, þegar leik­mynd úr kvik­mynd­inni fauk inn í girðingu hans með þeim af­leiðing­um að hann hlupu stjórn­laust út í Búr­fells­hraun.

Þá sukku vinnuvélar tvívegis í vatnið eftir að ís brast undan þeim um páskana í mars. 

„Við tók­um sýni úr vatn­inu eft­ir þetta og sýn­in reynd­ust alla­vega olíu­laus. Þau voru úr yf­ir­borðinu svo það ætti ekki að hafa verið nein olía eft­ir. Svo þetta fór eins vel og það gat farið úr því sem fór,“ sagði Davíð Örvar Hans­son, sér­fræðing­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar á Mý­vatni, í samtali þá við mbl.is.

Frá Mývatni á Akranes

Því næst var ferðinni heitið vestur á Akranes, þar sem skip HB Granda þurftu að víkja til Reykjavíkur á meðan tökum stóð. Alls komu um 300 manns að upp­töku myndarinnar á Akra­nesi.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness sagði tökurnar hafa skapað mikið líf og fjör í bænum, auk góðra áhrifa á atvinnulífið.

„Það eru mörg verk­efni sem iðnaðar­menn og aðrir hafa fengið í kring­um þetta. Svo eru björg­un­ar­sveit­irn­ar með mjög stórt hlut­verk en þær sinna gæslu á tökustað, það er auðvitað frá­bær tekju­lind fyr­ir þær.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant