George Michael látinn

George Michael sést hér á tónleikum árið 1997.
George Michael sést hér á tónleikum árið 1997. AFP

Söngvarinn George Michael er látinn, 53 ára að aldri. Michael hóf feril sinn með hljómsveitinni Wham! og átti síðar farsælan sólóferil. Í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hans kemur fram að Michael hafi látist „friðsamlega heima hjá sér.“

Í frétt BBC kemur fram að lögreglan hafi staðfest að sjúkrabíll hafi verið sendur í hverfið sem Michael bjó í fyrr í dag. Engar grunsemdir eru um saknæmt athæfi segir jafnframt í fréttinni.

AFP

Michael var fæddur sem Georgios Kyriacos Panayiotou í norðurhluta London. Á ferli sínum, sem telur næstum því fjóra áratugi, seldi hann meira en 100 milljónir platna.

Í tilkynningu fjölmiðlafulltrúans kemur fram að Michael hafi fallið frá yfir jólahátíðina. Þá óski fjölskylda hans eftir næði á þessum erfiðum tíma. Engar frekari upplýsingar verði gefnar að svo stöddu.

AFP

George Michael sló fyrst í gegn með Wham! í byrjun níunda áratugarins, en þeirra stærsti smellur sveitarinnar er án efa Wake Me Up Before You Go-Go


Hann hóf síðan farsælan feril sem sólólistamaður árið 1987. Einn stærsti smellur hans er Faith af samnefndri breiðskífu, sem hefur selst í um 25 milljónum eintaka.

 Á plötunni Listen Without Prejudice Vol. 1 bætti Micheal fleiri rósum í hnappagatið. 


George Michael flutti Queen-lagið Somebody To Love með eftirminnilegum hætti ásamt Queen á minningartónleikum sem fóru fram árið 1992, til að minnast Freedie Mercury söngvara Queen sem lést af völdum alnæmis árinu áður.

 Á plötunni Older frá 1996 kynnti Michael sig sem þroskaðri og reyndari listamann. Platan átti góðu gengi að fagna. 

Svo má ekki gleyma því að Wham, með George Michael í broddi fylkingar, á eitt vinsælasta jólalag allra tíma. Last Christmas.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson