Ragnar í hillu með Yrsu og Arnaldi

Ragnar Jónasson er á miðri mynd.
Ragnar Jónasson er á miðri mynd. skjáskot/Washington Post

Gagnrýnandi dagblaðsins Washington Post nefnir Snjóblindu eða Snowblind eftir Ragnar Jónasson sem eina af þremur bestu spennu- og glæpasögum sem koma út í Bandaríkjunum í janúar. Ragnar prýðir forsíðu mannlífskálfs blaðsins í dag ásamt höfundum hinna tveggja glæpasagnanna. Á forsíðunni eru einnig Golden Globe-verðlaunahafar og Meryl Streep. 

Hinar tvær glæpasögurnar eru My Husband's Wife eftir Jane Corry og The Dark Room eftir Jonathan Moor. 

Gagnrýnandinn segir jafnframt um bók Ragnars. „Á Íslandi er hefð að gefa bækur í jólagjöf og eyða síðan jólanóttinni í lestur. Nýtt ár er gengið í garð en það er alls ekki of seint að næla sér í Snjóblindu. Hún er nógu góð til að vera í hillu með bókum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldar Indriðasonar, konungshjóna íslenskra glæpasagna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson