Bílstjóri Kardashian látinn laus

Lögreglumenn á vakt við hótelíbúðina við rue Tronchet, skammt frá …
Lögreglumenn á vakt við hótelíbúðina við rue Tronchet, skammt frá Madeleine lestarstöðinni í áttunda hverfi Parísar. AFP

Franska lögreglan hefur látið bílstjóra Kardashian-fjölskyldunnar í París lausan úr haldi en hann er einn þeirra sem var handtekinn í tengslum við rán á skartgripum Kim Kardashian í byrjun október.

Alls voru sautján handteknir í vikunni í tengslum við árásina í fyrra. Þrír þeirra hafa verið látnir lausir, þar á meðal bílstjórinn, en 14 eru enn í haldi lögreglu, samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar.

Lögreglan telur að fimm menn sem tóku þátt í ráninu séu meðal þeirra sem eru í haldi. Þar af eru tveir menn með langan sakarferlil að baki. Annar þeirra er 72 ára en hinn er sextugur að aldri. Lífsýni sem fannst á vettvangi leiddi til handtöku fólksins í vikunni. 

Meðal þeirra er bílstjóri sem starfar hjá fyrirtæki sem leigir út bílstjóra fyrir fræga fólkið í París. Var jafnvel talið að hann hafi veitt upplýsingar um ferðir Kardashian. 

Ræningjarnir voru vopnaðir og grímuklæddir þegar þeir réðust inn í hótelíbúðina í Madeleine-hverfinu (áttunda hverfi) í París. Kim Kardashian var bundin og lokuð inni á baðherbergi íbúðarinnar er þeir létu greipar sópa í skartgripaskríni hennar. Skartgripirnir sem þeir höfðu á brott með sér eru metnir á níu milljónir evra, þar á meðal einn hringur sem er metinn á um fjórar milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson