Ákærður fyrir að ræna Kardashian

Lögregluverðir standa vörð fyrir utan bygginguna eftir ránið í október.
Lögregluverðir standa vörð fyrir utan bygginguna eftir ránið í október. AFP

Einn af þeim fimm mönnum, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að ræna bandarísku raunveruleikaþáttastjörnuna Kim Kardashian í París í október, hefur verið ákærður.

Maðurinn, sem er 63 ára, er ákærður fyrir að ræna Kardashian með byssu að vopni og skilja hana eftir, bundna og keflaða, í híbýli hennar að morgni 3. október síðastliðinn.

Níu til viðbótar eru í haldi, grunaðir um aðild, en fjórir þeirra, á aldrinum 54 til 72 ára, eru grunaðir um beina þátttöku í ráninu, þar sem skartgripir að verðmæti níu milljónir evra voru teknir, eða sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna.

Mennirnir, sem klæddir voru í einkennisbúninga lögreglu, yfirbuguðu næturvörð í byggingunni, þar sem hin 36 ára Kardashian dvaldi á meðan tískuvikan í París stóð yfir.

Tveir þeirra eru taldir hafa ruðst inn í íbúð hennar, bundið hana, keflað og læst hana inni á baðherbergi, áður en þeir létu greipar sópa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant