Hjartasteinn fær nánast fullt hús

Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með hlutverk Þórs og …
Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með hlutverk Þórs og Kristjáns.

Hjartasteinn er, ásamt Eldfjalli Rúnars Rúnarssonar, að mati Brynju Hjálmsdóttur, gagnrýnanda, einhver besta frumraun nýs íslensks leikstjóra. „Hún er þar að auki yfirhöfuð einhver sterkasta íslenska kvikmynd síðustu ára og algjörlega á pari með því betra sem er að gerast í evrópskri kvikmyndagerð um þessar mundir,“ skrifar Brynja í dómi um myndina í Morgunblaðinu í dag. Hún gefur Hjartasteini 4,5 stjörnu af fimm mögulegum.

Leikstjórn: Guðmundur Arnar Guðmundsson. Handrit: Guðmundur Arnar Guðmundsson. Stjórn kvikmyndatöku: Sturla Brandt Gøvlen. Klipping: Janus Billeskov Jansen og Anne Østerud. Aðalhlutverk: Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Katla Njálsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. 129 mín. Ísland og Danmörk 2016.

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður, en hann leikstýrir, framleiðir og ritar handritið og að hans sögn hófst vinna við handritið fyrir tíu árum. Kvikmyndin gerist eitt örlagaríkt sumar í lífi þeirra Þórs og Kristjáns, perluvina sem búa í ægifögru sjávarþorpi á Íslandi. Í mögnuðu upphafsatriði myndarinnar sjáum við vinina tvo ásamt fleiri strákum slóra á sólbaðaðri bryggjunni. Skyndilega syndir fiskitorfa undir bryggjuna og strákarnir stökkva til og draga fram veiðarfærin. Þeir ná að draga nokkra væna fiska á land og þá breytist þessi værðarlega sumarstund skyndilega í villimannslega slátrun þar sem strákarnir berja á spriklandi fiskunum, slá þeim utan í staura og rífa úr þeim tálknin. Kristján hrækir upp í vesælan marhnút sem ratað hefur á eitt færið og gerir sig reiðubúinn til að fleygja honum aftur í sjóinn en það er hiti í hinum strákunum og þeir hrifsa marhnútsgreyið, kasta því í jörðina og stappa á því af öllu afli þar til Þór skakkar leikinn. Marhnúturinn er orðinn að slímugu hrúgaldi og piltarnir sjá að nú hafa þeir gengið of langt, farið yfir mörkin.

„Það vekur sérstaka eftirtekt hvað handritið er gott. Samtölin eru haganlega skrifuð, lágstemmd, sannfærandi og náttúruleg. Leikararnir gæða textann lífi, standa sig flestir prýðilega og ber helst að nefna Baldur og Blæ sem túlka þá Þór og Kristján, en þeir eru feiknasterkir í sínum rullum. Raunar eru allir krakkarnir með eindæmum góðir og ljóst er að vel var staðið að leikaravali fyrir myndina. Persónusköpunin er vönduð og nær höfundurinn fram dýpt í persónum Þórs og Kristjáns,“ segir í dómi Brynju en hann er hægt að lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant