Látið son minn í friði

Mette-Marit ásamt syninum Marius Borg Høiby á skíðum í Holmekollen.
Mette-Marit ásamt syninum Marius Borg Høiby á skíðum í Holmekollen. Foto: Lise Åserud / Scanpix/Kongehuset

Norska krónprinsessan Mette-Marit gagnrýndi fjölmiðla harkalega í opnu bréfi sem hún skrifaði í gær í tilefni af tvítugsafmæli sonar hennar, Marius Borg Høiby. Hún biður fjölmiðla að láta hann í friði í bréfinu sem hún birtir á vef norsku konungsfjölskyldunnar.

Marius Borg Høiby.
Marius Borg Høiby. Kongehuset

Þar lýsir hún því hvernig hann hafi aldrei fengið stundlegan frið fyrir norskum fjölmiðlum. Að sögn Mette-Marit hefur fjölmiðlafólk hangið fyrir utan heimili þeirra allt frá því hann var lítill drengur. Þáttastjórnendur Dagsrevyn hafi jafnvel elt þau þegar þau fóru að leika sér Frogner almenningsgarðinum síðdegis þegar Marius var þriggja ára gamall.

Jafnvel Se of Hør myndi hegða sér svona gagnvart barni í dag, skrifar Mette-Marit en Marius er sonur hennar af fyrra sambandi og stjúpsonur Hákons krónprins.

Hún segir að Marius beri ekki ábyrgð sem opinber persóna líkt og systkini hans og eigi ekki að vera með hlutverk sem opinber manneskja.

Í bréfinu lýsir krónprinsessan ást sinni á syninum og horfa flestir á bréfið sem slíkt þrátt fyrir að aðrir gagnrýni hana fyrir að birta tilfinningar sínar í hans garð opinberlega.

Marius Høiby mun í næstu viku hefja nám í viðskiptafræði við háskóla í Kaliforníu. Ein af ástæðum þess að hann fer til útlanda til að læra er að losna undan eftirliti norskra fjölmiðla.

Bréfið í heild

Umfjöllun Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant