Frásögnin of flókin

Úr A Reykjavík Porno.
Úr A Reykjavík Porno.

Kvikmynd skoska leikstjórans Graeme Maley, A Reykjavík Porno eða Klám í Reykjavík, hlýtur tvær stjörnur af fimm mögulegum hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins, Brynju Hjálmsdóttur, í blaðinu í dag og segir m.a. í gagnrýninni að aðstandendur hafi færst of mikið í fang við gerð handritsins.

Brynja segir að frásögnin sé of flókin og að myndina skortir burðargetu til að halda henni uppi. Saga kvikmyndarinnar gerist yfir þriggja daga tímabil og er að mestu leyti sögð í öfugri tímaröð, byrjar á þriðja degi og er svo rakin aftur á bak.

„Bestu augnablik myndarinnar eru þegar horfið er frá hinum flókna og óskýra söguþræði, draumkenndar senur þar sem Ingvar ráfar í örvinglan um Reykjavík, hittir skrítið fólk og drekkur sér til óbóta,“ segir m.a. í gagnrýni sem lesa má í heild í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson