Telur dóp tengjast dauða Michaels

George Michael.
George Michael. AFP

Frændi George Michael, Andros Georgiou, tengir dauða tónlistarmannsins við neyslu eiturlyfja og að þau hafi fylgt honum lengi. Að sögn Georgiou var Michael háður krakk-kókaíni á árum áður.

Rætt er við Georgiou í þætti á BBC en George Michael lést 53 ára að aldri á jóladag. Niðurstaða krufningar var ófullnægjandi að sögn lögreglu og því hefur dánarorsökin ekki verið gefin út. Réttarmeinarannsókn er því ekki lokið en ekki er talið að andlát hans hafi borið að með grunsamlegum hætti.

Georgiou, sem ólst upp með Michael, segir að hann telji að frændi hans hafi tekið of stóran skammt af einhverum efnum á sama tíma og hann tók þunglyndislyf. Hann heldur að andlátið hafi verið óhapp þrátt fyrir að Michael hafi glímt við sjálfsvígshugleiðingar þar sem andleg heilsa hans var oft ekki góð. „En ég tel ekki að þetta hafi verið sjálfsvíg.“

Að sögn Georgiou var krakk-kókaín eitt af eftirlætisdópi Michaels og líklegast sé að söngvarinn hafi blandað saman dópi, þunglyndislyfjum og áfengi þennan umrædda dag með þeim afleiðingum að hjarta hans hætti að slá.

Viðtalið og umfjöllun BBC í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson