Þakklát fyrir krabbameinið

Olivia Newton-John segir að krabbameinið hafi kennt henni að sýna …
Olivia Newton-John segir að krabbameinið hafi kennt henni að sýna samúð. Skjáskot / Daily Mail

Leik- og söngkonan Olivia Newton-John segir að barátta hennar við krabbamein hafi kennt henni samkennd, en hún veiktist af brjóstakrabbameini fyrir rúmum tveimur áratugum.

Í kjölfarið gekkst hún undir lyfjameðferð, auk þess sem brjóst hennar var fjarlægt.

„Ég er þakklát fyrir reynsluna, því án hennar hefði ég ekki framkvæmt margt af því sem ég hef gert í lífinu. Veikindin kenndu mér að hafa samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika,“ sagði Newton-John í nýlegu viðtali.

Í frétt Daily Mail segir að tíðindin hafi tekið á leikkonuna, en hún hafi fljótlega áttað sig á því að jákvætt hugarfar væri afar mikilvægt.

„Í nokkrar vikur var heimurinn á hvolfi. Síðan róaðist ég og fór að berjast. Djúpt innra með mér var lítil vonarglæta sem hélt mér gangandi.“

Frétt mbl.is: Aldrei of seint að finna ástina

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson