Harry með handfylli af skeggi

Það getur verið svolítið bras að heiðra fúlskeggjaða menn.
Það getur verið svolítið bras að heiðra fúlskeggjaða menn. Skjáskot / TMZ

Harry Bretaprins veitti uppgjafahermanni orðu á Endeavour Fund-verðlaununum sem fram fóru í gær.

Hermaðurinn, sem heitir Neil Heritage, missti báða fætur sína í sjálfsmorðsárás í Írak. Hann hefur þó ekki látið það stoppa sig, enda reri hann yfir Atlantshafið auk þess sem hann gerði tilraun til þess að klífa fjallið Matterhorn eins og fram kemur í frétt TMZ.

Heritage er augljóslega enginn taðskegglingur, en prinsinn átti fullt í fangi með að veita honum verðlaunin. Raunar þurfti Harry að hafa hendur í hári hermannsins, eða skeggi hans réttara sagt, til að koma orðunni á sinn stað.

Heritage missti báða fætur sína í sprengjuárás í Írak.
Heritage missti báða fætur sína í sprengjuárás í Írak. Skjáskot / TMZ
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson