Hollywood velur íslenska konu

Þóranna Sigurðardóttir við störf sín sem leikstjóri.
Þóranna Sigurðardóttir við störf sín sem leikstjóri.

Íslenski leikstjórinn Þóranna Sigurðardóttir, eða Tóta eins og hún er kölluð, er ein af 25 kvenleikstjórum sem hafa verið valdar til að taka þátt í AFI Conservatory Directing Workshop for Women, sem er námskeið fyrir kvenleikstjóra á vegum AFI og Twentieth Century Fox Film.

Wift.is greinir frá þessu. 

„Markmiðið með námskeiðinu er fjölga kvenleikstjórum sem leikstýra stórum stúdíómyndum með því að gefa nemendunum tækifæri til að leikstýra stuttmyndum byggðum á eftirfarandi myndum: ALIEN, CHRONICLE, DIE HARD, ERAGON (Fox 2000), THE FLY, THE MAZE RUNNER, THE OMEN, PLANET OF THE APES og PREDATOR.

Nemendur fá tækifæri til að kynnast framleiðslu myndversins og að lokum fá leikstjórarnir að kynna hugmyndina fyrir stjórnendum myndversins. Aðeins einn leikstjóri fær tækifæri til að gera mynd með aðgangi að allri leikmynd og leikmunum úr myndinni og fjármagni og aðstöðu frá Twenieth Century Fox. Að auki fær sú útvalda tækifæri til að „pitcha“ nýja mynd í fullri lengd fyrir stjórnendur myndversins,“ segir á vef wift.is.

Lesendur Smartlands þekkja Tótu en hún gerði nýjasta Red Hot Chili Peppers-myndbandið við lagið Go Robot. Hún gerði líka stuttmyndina Zelos sem valin var af Vimeo á dögunum sem mjög áhugavert efni að mati starfsfólks Vimeo. 

Frétt af Smartlandi: Íslensk og leikstýrir Red Hot Chili Peppers

Þóranna, Atnthony og Sturla meðan á tökum stóð á Red …
Þóranna, Atnthony og Sturla meðan á tökum stóð á Red Hot Chili Peppers-myndbandinu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason