Játar að hafa stolið fé frá Alanis Morissette

Söngkonan Alanis Morissette.
Söngkonan Alanis Morissette. AFP

Fyrrverandi fjármálastjóri tónlistarkonunnar Alanis Morissette hefur viðurkennt að hafa stolið yfir sjö milljónum Bandaríkjadala, sem svarar til 790 milljóna króna, frá söngkonunni og öðru frægu fólki, að sögn saksóknara.

Jonathan Schwartz er ákærður fyrir fjársvik en hann er sakaður um að hafa millifært peninga af reikningi Morissette yfir á eigin reikninga. Þegar þjófnaðurinn kom í ljós laug Schwartz því að hann hafi verið að fjárfesta í ólöglegri kannabisræktun fyrir hennar hönd. Schwartz annaðist fjármál Morissette frá árinu 2009 til 2016.

Hann sá um öll hennar fjármál, svo sem að innheimta, hafa umsjón með bankareikningum og skipuleggja greiðslur á reikningum fyrir hennar hönd, samkvæmt frétt BBC.

Í héraðsdómi í Los Angeles í gær viðurkenndi Schwartz að hafa stolið 4,8 milljónum Bandaríkjadala frá Morissette og yfir 2 milljónum dala frá öðrum þekktum viðskiptavinum. Hann á yfir höfði sér fjögurra til sex ára fangelsi fyrir fjársvik.

Málið komst upp í fyrra þegar Morissette höfðaði skaðabótamál á hendur Schwartz og fyrirtæki hans GSO upp á 15 milljónir Bandaríkjadala bætur fyrir að hafa millifært af reikningum söngkonunnar án hennar heimildar. Þetta varð til þess að lögreglurannsókn hófst á viðskiptum Schwartz og leiddi hún í ljós að hann hafi notað peningana til þess að halda uppi lífsstíl sem engan veginn var í takt við tekjur hans. Morissette féll frá málinu gegn Schwartz eftir að samkomulag náðist milli þeirra.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson