Er komið að Vilde?

Vinkonurnar í Skam. Vilde er önnur frá hægri.
Vinkonurnar í Skam. Vilde er önnur frá hægri.

Aðdáendur norsku unglingaþáttanna Skam hafa mánuðum saman velt vöngum yfir því hver verður aðalsöguhetjan í fjórðu þáttaröðinni. Nú er spurning hvort Instagram-mynd hafi ljóstrað upp um leyndarmálið.

Leikkonan Ulrikke Falch, sem fer með hlutverk Vilde í þáttunum setti í vikunni mynd inn á Instagram með þessum skilaboðum: „Ég er aðalpersónan í fjórðu þáttaröðinni.“

Ulrikke Falch fer með hlutverk Vilde.
Ulrikke Falch fer með hlutverk Vilde. Skjáskot af Instagram

Svo virðist sem norska ríkissjónvarpið hafi ekki verið á sama máli og leikkonan um að tímabært væri að segja frá þessu þannig að skömmu síðar var búið að breyta textanum í „4“.

Í fyrstu þremur þáttaröðunum, sem gerast í menntaskóla í Ósló, hefur verið fylgst með lífi vinahóps í gegnum eina aðalpersónu. Í þeirri fyrstu var það Eva, Nóra í þáttaröð tvö og Isak í þeirri þriðju. Skam hefur notið gríðarlegra vinsælda og langt úr fyrir aldurshópinn sem þáttunum var beint að en á Íslandi kom þriðja þáttaröðin í dag inn á Sarp RÚV með íslenskum texta. Fjórða þáttaröðin verður frumsýnd í Noregi í vor, hvort sem Vilde verður þar í aðalhlutverki eður ei.

Vegna deilu við samtök tónlistarmanna í Noregi verður fjórða þáttaröðin aðeins í boði í Noregi sem þýðir væntanlega að einhverjir spenntir áhorfendur í öðrum löndum eigi eftir að finna leið til þess að nálgast þættina.

Skam.
Skam.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson