Inflúensusprautan fór misvel í glímukappana

Sársaukinn virðist nánast hafa borið þennan kappa ofurliði.
Sársaukinn virðist nánast hafa borið þennan kappa ofurliði. Skjáskot / Mirror

Þó að japanskir súmó-glímukappar séu stórir og stæðilegir þykir þeim síður en svo gott að láta stinga sig með nálum.

Stundum þarf þó einfaldlega að bíta á jaxlinn, eins og þegar bólusetja þarf fyrir inflúensu.

Eins og sjá má í frétt Mirror tóku kapparnir læknisheimsókninni misvel, en líklega hefðu þeir frekar verið til í að mæta hver öðrum í hringnum heldur en að láta lækna og hjúkrunarfólk pota í sig með beittum tólum.

Allur er þó varinn góður, enda flensutímabilið hafið í Japan.

Heljarmenni finna víst líka til.
Heljarmenni finna víst líka til. Skjáskot / Mirror
Kapparnir virtust ekki vera sérlega hrifnir af læknisheimsókninni.
Kapparnir virtust ekki vera sérlega hrifnir af læknisheimsókninni. Skjáskot / Mirror
Angistin skein úr andlitum kappanna.
Angistin skein úr andlitum kappanna. Skjáskot / Mirror
Það er ekki tekið út með sældinni að vera glímukappi.
Það er ekki tekið út með sældinni að vera glímukappi. Skjáskot / Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant