Undrast val á Polanski

Roman Polanski.
Roman Polanski. AFP

Ráðherra jafnréttismála í Frakklandi, Laurence Rossignol, er ósáttur við að fransk-pólski leikstjórinn Roman Polanski sé forseti dómnefndar á Cesar-kvikmyndahátíðinni þar í landi.

Rossignol segist vera undrandi og mjög brugðið yfir þessu en Polanski hefur verið eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum í tæpa fjóra áratugi fyrir nauðgun á þrettán ára gamalli stúlku.

Polanski, sem er meðal annars þekktur fyrir myndirnar Chinatown og Rosemary's Baby, hefur ekki komið til Bandaríkjanna frá því málið kom upp gegn honum.

Polanski er sakaður um að hafa byrlað Samantha Gailey ólyfjan áður en hann nauðgaði henni á heimili vinar síns í Los Angeles árið 1977. Hann játaði að hafa brotið lög með því að hafa samræði við barn, sem jafngildir nauðgun, en flúði til Frakklands áður en dómur féll í málinu. Hann segist vera sannfærður um að bandarísk yfirvöld muni brjóta samkomulagið sem hann gerði á sínum tíma, um að játa samræðið, og dæma hann í langt fangelsi.

Leikstjórinn var handtekinn í Sviss árið 2009 að beiðni bandarískra yfirvalda og var í stofufangelsi í 10 mánuði áður en svissnesk yfirvöld höfnuðu beiðni bandarískra yfirvalda.

Ákvörðun um að velja Polanski til þess að stýra dómnefndinni hefur vakið mikla reiði meðal franskra jafnréttishreyfinga og er fólk hvatt til að sniðganga sjónvarpsútsendingu af verðlaunaafhendingunni en Cesars-verðlaunaafhendingin er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð Frakka.

Laurence Rossignol segir í viðtali við France Culture-útvarpsstöðina að það komi á óvart hvað litlu skipti í lífi karlmanns að vera sakaður um nauðgun. Hún segir þetta afar sérstaka ákvörðun með tilliti til sakarefnisins og í raun sé verið að draga úr vægi nauðgunar. Cesar-verðlaunin verða afhent 24. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler