Game of Thrones-stjörnurnar mættar

Sjöunda þáttaröðin fer í loftið í sumar.
Sjöunda þáttaröðin fer í loftið í sumar. Skjáskot / HBO

Leikarahópur sem fer með hlutverk í Game of Thrones er mættur til landsins, en tökur á sjöundu þáttaröð eru hafnar.

Fjöldi leikara hefur sést á landinu undanfarið og má þar nefna skoska leikarann Iain Glen sem fer með hlutverk Jorah Mormont, Kit Harington sem leikur Jon Snow og Joe Dempsie sem fer með hlutverk Gendry og sást síðast í þriðju þáttaröð.

Samkvæmt frétt Ecunews eru Liam Cunningham, sem fer með hlutverk Davos Seaworth, og Kristofer Hivju, sem leikur Tormund Giantsbane, einnig á landinu. Þá er Rory McCann, sem fer með hlutverk The Hound, einnig sagður hafa sést á Íslandi.

Samkvæmt frétt Ecunews munu tökur meðal annars fara fram á Reynisfjöru, en líklegt þykir að þar verði teknar upp senur þar sem Jon Snow og bandamenn hans rekast á hina ógnvænlegu hvítu uppvakninga.

Áætlað er að sjöunda þáttaröðin af Game of Thrones fari í loftið í sumar.

Kit Harington í hlutverki sínu sem Jon Snow.
Kit Harington í hlutverki sínu sem Jon Snow. Stilla úr Game of Thrones
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson