La La Land með 14 tilnefningar

Tilkynnt hefur verið um hverjir eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna árið 2017. La La Land er með flestar tilnefningar og jafnar met Titanic og All About Eve með 14 tilnefningar.

Meryl Streep er tilnefnd í 20. skipti og er hún nú sú leikkona sem hlotið hefur flestar tilnefningar. Streep er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina Florence Foster Jenkins. 

Óskarverðlaunahátíðin verður haldin 26. febrúar.

Meryl Streep er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún …
Meryl Streep er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún er nú sú leikkona sem hlotið hefur flestar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. AFP

La La Land er sem fyrr segir tilnefnd í 14 flokkum og slær hún þar með 50 ára gamalt met Mary Poppins sem áður var sú söngvamynd sem hlotið hafði flestar tilnefningar. Mary Poppins var tilnefnd til 13 Óskarsverðlauna árið 1965.

Arrival fylgir á eftir La La Land með flestar tilnefningar en auk þess að vera tilnefnd sem besta kvikmyndin er hún tilnefnd fyrir kvikmyndatöku, leikstjórn, klippingu, listræna stjórnun, hljóðklippingu, hljóðblöndun og handrit.

Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina fyrir Arrival en í desember dæmdi Akademían tónlistina úr leik þar sem henni þótti of erfitt að greina á milli þess sem væri lánað efni og þess sem Jóhann hefði sjálfur samið. 

Danir og Svíar tilnefndir

Tvær norrænar myndir eru tilnefndar í flokki bestu erlendu kvikmyndanna. Það eru A Man Called Ove frá Svíþjóð og Land of Mine frá Danmörku. Þá er danski leikarinn Viggo Mortensen tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir myndina Captain Fantastic.

Sænska myndin Maður að nafni Ove er tilnefnd sem besta …
Sænska myndin Maður að nafni Ove er tilnefnd sem besta erlenda myndin. Skjáskot/Stikla

Meiri fjölbreytni meðal tilnefndra leikara

Akademían var gagnrýnd á síðasta ári fyrir skort á lituðu fólki meðal tilnefndra. Að því er fram kemur í yfirliti BBC eru þó nokkrir litaðir einstaklingar tilnefndir fyrir leik í ár:

Mahershala Ali (Moonlight), Dev Patel (Lion), Denzel Washington (Fences), Ruth Negga (Loving), Viola Davis (Fences), Naomie Harris (Moonlight) og Octavia Spencer (Hidden Figures).

Viola Davis er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir …
Viola Davis er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Fences en hún hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir sama hlutverk. AFP

Allar tilnefningar

Besta kvikmyndin

Arrival

Fences

Hacksaw Ridge

Hell or High Water

Hidden Figures

La La Land

Lion

Manchester by the Sea

Moonlight

Leikari í aðalhlutverki

Casey Affleck - Manchester by the Sea

Andrew Garfield - Hacksaw Ridge

Ryan Gosling - La La Land

Viggo Mortensen - Captain Fantastic

Denzel Washington - Fences

Leikkona í aðalhlutverki

Isabelle Huppert - Elle

Ruth Negga - Loving

Natalie Portman - Jackie

Emma Stone - La La Land

Meryl Streep - Florence Foster Jenkins

Leikari í aukahlutverki

Mahershala Ali - Moonlight

Jeff Bridges - Hell or High Water

Lucas Hedges - Manchester by the Sea

Dev Patel - Lion

Michael Shannon - Nocturnal Animals

Leikkona í aukahlutverki

Viola Davis - Fences

Naomie Harris - Moonlight

Nicole Kidman - Lion

Octavia Spencer - Hidden Figures

Michelle Williams - Manchester by the Sea

Teiknimynd í fullri lengd

Kubo and the Two Strings

Moana

My Life as a Zucchini

The Red Turtle

Zootopia

Kvikmyndataka

Bradfor Young - Arrival

Linus Sandgren - La La Land

Greig Fraser - Lion

James Laxton - Moonlight

Rodrigo Prieto - Silence

Búningahönnun

Joanna Johnston - Allied

Colleen Atwood - Fantastic Beasts and Where to Find Them

Consolata Boyle - Florence Foster Jenkins

Madeline Fontaine - Jackie

Mary Zophres - La La Land

Leikstjórn

Denis Villeneuve - Arrival

Mel Gibson - Hacksaw Ridge

Damien Chazelle - La La Land

Kenneth Lonergan - Manchester by the Sea

Barry Jenkins - Moonlight

Heimildarmynd í fullri lengd

Fire at Sea

Im Am Not Your Negro

Life, Animated

O.J.: Made in America

13th

Heimildarmynd - stutt

Extremis

4.1 Miles

Joe's Violin

Watani: My Homeland

The White Helmets

Klipping

Joe Walker - Arrival

John Gilber - Hacksaw Ridge

Jake Roberts - Hell or High Water

Tom Cross - La La Land

Nat Sanders og Joi McMillon - Moonlight

Kvikmynd á erlendu tungumáli

Land of Mine - Danmörk

A Man Called Ove - Svíþjóð

The Salesman - Íran

Tanna - Ástralía

Toni Erdmann - Þýskaland

Förðun og hár

Eva von Bahr og Love Larson - A Man Called Ove

Joel Harlow og Richard Alonzo - Star Trek Beyond

Alessandro Bertolazzi, Giorgio Gregorini og Christopher Nelson - Suicide Squad

Kvikmyndatónlist

Mica Levi - Jackie

Justin Hurwitz - La La Land

Dustin O'Halloran og Hauschka - Lion

Nicholas Britell - Moonlight

Thomas Newman - Passengers

Lag

Justin Hurwitz, Benj Pasek og Justin Paul - „Audition (the fools who dream)“ - La La Land

Justin Timberlake, Max Martin og Karl Johan Schuster - „Can't Stop the Feeling“ - Trolls

Justin Hurwitz, Benj Pasek og Justin Paul - „City of Stars“ - La La Land

J. Ralph og Sting - „The Empty Chair“ - Jim: The James Foley Story

Lin-Manuel Miranda - „How Far I'll Go“ - Moana

Listræn stjórnun

Pratice Vermette og Paul Hotte - Arrival

Stuart Craig og Anna Pinnock - Fantastic Beasts and Where to Find Them

Jess Gonchor og Nancy Haigh - Hail, Caesar!

David Wasco og Sandy Reynolds Wasco - La La Land

Guy Hendrix Dyas og Gene Serdena - Passengers

Teiknimynd - stutt

Blind Vaysha

Borrowed Time

Pear Cider and Cigarettes

Pearl

Piper

Stuttmynd - leikin

Ennemis Intérieurs

La Gemme et le TGV

Silent Nights

Sing

Timecode

Hljóðklipping

Sylvain Bellemare - Arrival

Wylie Stateman og Renée Tondelli - Deepwater Horizon

Robert Mackenzie og Andy Wright - Hacksaw Ridge

Ai-Ling Lee og Mildred Iatrou Morgan - La La Land

Alan Robert Murray og Bub Asman - Sully

Hljóðblöndun

Bernard Gariépy Strobl og Claude La Haye - Arrival

Kevin O'Connell, Andy Wright, Robert Mackenzie og Peter Grace - Hacksaw Ridge

Andy Nelson, Ai-Ling Lee og Steve A. Morrow - La La Land

David Parker, Christopher Scarabosio og Stuart Wilson - Rogue One: A Star Wars Story

Greg P. Russell, Gary Summers, Jeffrey J. Haboush og Mac Ruth - 13 Hours: The Secret Soldiers of Benghazi

Tæknibrellur

Craig Hammack, Jason Snell, Jason Billington og Burt Dalton - Deepwater Horizon

Stephane Ceretti, Richard Bluff, Vincent Cirelli og Paul Corbould - Doctor Strange

Robert Legato, Adam Valdez, Andrew R. Jones og Dan Lemmon - The Jungle Book

Steve Emerson, Oliver Jones, Brian McLean og Brad Schiff - Kubo and the Two Strings

John Knoll, Mohen Leo, Hal Hickel og Neil Corbould - Rogue One: A Star Wars Story

Handrit byggt á útgefnu efni

Eric Heisserer - Arrival

August Wilson - Fences

Allison Schroeder og Theodore Melfi - Hidden Figures

Luke Davies - Lion

Barry Jenkinsm og Tarell Alvin McCraney - Moonlight

Frumsamið handrit

Taylor Sheridan - Hell or High Water

Damien Chazelle - La La Land

Yorgos Lanthimos og Efthimis Filippou - The Lobster

Kenneth Longergan - Manchester by the Sea

Mike Mills - 20th Century Women

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant