Lést við upptökur á myndbandi

Johann Ofner var áhættuleikari.
Johann Ofner var áhættuleikari.

Lögreglan í Ástralíu rannsakar nú dauðsfall leikara við upptökur tónlistarmyndbands. Leikarinn var 28 ára og lést er verið var að taka upp skotbardaga í myndbandi hip hop-sveitarinnar Bliss N Eso.

Í frétt CNN segr að maðurinn heiti Johann Ofner. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir að hann hafi látist eftir að hleypt var af gervibyssu. Fram kom að byssan hafi ekki verið hlaðin alvöru skotum og því ógerningur að skot hafi banað honum.

Enn á því eftir að staðfesta hvernig andlát hans bar að.

Lögreglan rannsakar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum og annað myndefni sem til er af atvikinu. Þá mun hún einnig gera skotvopnarannsókn.

Áður en upptakan hófst birti Ofner mynd af sér á Instagram þar sem sjá mátti þrjár byssur, þar á meðal afsagaða haglabyssu, spilapeninga og hníf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler