Nektartímar slá í gegn

Mikil stemmning er í tímunum eins og sjá má.
Mikil stemmning er í tímunum eins og sjá má. Skjáskot af Daily Mail

Hvern dreymir ekki um að losna undan þröngum og óþægilegum leikfimisfatnaði og striplast almennilega í ræktinni?

Helen Smith fékk nóg af lífi sínu sem starfsmaður á ráðningarstofu og ákvað að gerast leikfimikennari í fullu starfi. Að auki er hún nektarsinni og ákvað því að bjóða upp á sérstaka tíma fyrir nektarsinna.

Æfingarnar byggja á Boot Camp og konum er að sjálfsögðu frjálst að fara í íþróttatopp ef brjóstin valda óþægindum.

Annars er þetta bara mikil gleði og allt annað en kynferðislegt enda snýst nektin um að vera í sínu náttúrulega ástandi.

Smith segir þetta mjög þægilegt og um margt betra fyrir nemendur sína því þeir sjái betur hvernig hún geri æfingarnar þar sem engin leikfimisföt þvælist fyrir. Að auki spari þetta þvott þannig að kostirnir séu miklir eins og heyra má.

Hvort þetta eigi eftir að slá í gegn hér á landi skal ósagt látið en fullt er í tímana hjá Smith sem er hæstánægð með tímana og hversu vinsælir þeir eru.

Mikill metnaður í teygjum.
Mikill metnaður í teygjum. Skjáskot af Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler