Spennan magnast í Hollywood

Óskarsverðlaunastyttur bíða í röðum eftir nýjum eigendum.
Óskarsverðlaunastyttur bíða í röðum eftir nýjum eigendum.

Mikil spenna ríkir í Hollywood enda stutt í að upplýst verði um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Þær kvikmyndir sem þykja líklegastar til að fá flestar tilnefningar eru La La Land, Moonlight og Manchester by the Sea. Tilkynnt verður um tilnefningarnar klukkan 13 að íslenskum tíma en þetta er í fyrsta skipti sem þær verða tilkynntar í gegnum streymi á netinu.

Ekki er talið ósennilegt að meiri fjölbreytni verði í vali Óskarsverðlaunaakademíunnar í ár og komist verði hjá myllumerkinu #OscarsSoWhite sem hefur verið allsráðandi við tilnefningar síðustu tvö árin.

Söngvamynd leikstjórans Damien Chazelle, La La Land, með Ryan Gosling og Emmu Stone í aðalhlutverkum, hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og fékk myndin 7 Golden Globe-verðlaun fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar í kvikmyndaiðnaðinum veðja á að myndin fái mögulega styttu á Óskarsverðlaunahátíðinni 26. febrúar fyrir bestu myndina og besta leikarann auk fleiri verðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson