Verður ekki forseti dómnefndar

Fransk-pólski leikstjórinn hefur verið tilnefndur til fimm Óskarsverðlauna. Hann fékk …
Fransk-pólski leikstjórinn hefur verið tilnefndur til fimm Óskarsverðlauna. Hann fékk Óskarinn fyrir leikstjórn á kvikmyndinni The Pianist árið 2003. Mynd/AFP

Fransk-pólski kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski hefur sagt sig úr dómnefnd frönsku kvikmyndaverðlaunanna César.

Polanski var skipaður forseti dómnefndar í síðustu viku en í kjölfarið braust út mikil óánægja meðal kvenréttindahópa sem sögðust ætla að sniðganga sjónvarpsútsendingu af hátíðinni.

Frétt mbl.is: Undrast val á Polanski

Í tæp 40 ár hefur Polanski verið eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að nauðga 13 ára gamalli stúlku.

BBC hefur eftir Herve Temime, lögfræðingi Polanski, að ágreiningurinn hafa haft mikil áhrif á skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans.

„Þrátt fyrir það og til að trufla ekki César-athöfnina, sem ætti að snúast um kvikmyndir og ekki um skipan í stöðu forseta [viðburðarins], hefur Roman Polanski ákveðið að þiggja ekki boðið og mun hann því ekki stýra César-athöfninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson