Zoolander 2 fékk flestar tilnefningar

Ben Stiller þykir hafa staðið sig afar illa í Zoolander …
Ben Stiller þykir hafa staðið sig afar illa í Zoolander 2. AFP

Razzie-verðlaunin verða veitt í 37. skiptið 25. febrúar næstkomandi, degi áður en Óskarsverðlaunahátíðin fer fram. Það þykir ekki mikill heiður að hljóta Razzie-verðlaun, enda eru þau svokölluð skammarverðlaun og veitt fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum síðasta árs.

Þar sem árið 2016 þótti ákaflega slæmt hvað kvikmyndir varðar hefur tilnefningum í hverjum flokki verið fjölgað úr fimm í sex.

Nokkrar myndir þykja skara fram úr hvað varðar lítil gæði, til að mynda hlaut Zoolander No. 2 níu tilnefningar, en flokkarnir eru einmitt níu talsins. Batman V Superman: Dawn of Justice hlaut einnig fjölmargar tilnefningar, eða átta talsins.

Meðal annarra voru Ben Stiller, Robert DeNiro og Ben Affleck tilnefndir fyrir versta leik í aðalhlutverki, sem og Megan Fox og Julia Roberts.

Þá keppa sex kvikmyndir um titilinn versta kvikmynd 2016, og má þar nefna Dirty Grandpa, Gods of Egypt, Independence Day: Resurgence, Zoolander No. 2 og Batman V Superman: Dawn of Justice.

Hér má sjá tilnefningarnar í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant