Eurovision í uppnámi vegna hópuppsagnar

Hin úkraínska Jamala sigraði Eurovision í fyrra. Keppnin sem fara …
Hin úkraínska Jamala sigraði Eurovision í fyrra. Keppnin sem fara á fram í Úkraínu í maí er nú í uppnámi. AFP

Undirbúningur Eurovision söngvakeppninnar sem halda á í Kíev í Úkraínu í maí er nú í töluverðu uppnámi eftir að 21 af þeim sem vinna að undirbúningi keppninnar hættu. Úkraínska undirbúningsteymið segist ekki getað hafa tekið neinar ákvarðanir frá því að nýr samhæfingarstjóri var ráðinn til starfa í desember.

Í uppsagnarbréfi sínu segja starfsmennirnir að þeir hafi verið „fullkomlega hindraðir“ í því að taka nokkrar ákvarðanir varðandi söngvakeppnina. Fréttavefur BBC segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva EBU hafa sagt úkraínska ríkissjónvarpinu að það verði að halda áætlun þrátt fyrir uppnámið. Eurovision keppnin verði haldin 13. maí líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Meðal þeirra sem sögðu upp eru tveir af helstu stjórnendum söngvakeppninnar í ár.

Starfsfólkið var allt ráðið til starfa af úkraínska ríkissjónvarpinu, sem heldur keppnina í ár eftir að söngkonan Jamala sigraði í fyrra með lagi sínu 1944.

Í opnu bréfi starfsmanna sem birt var í úkraínska fjölmiðlinum Strana segir: „Hér með tilkynnum við Eurovision-teymið opinberlega að við segjum upp og hættum undirbúningi fyrir keppnina, keppni sem hefur ekki bara verið hluti af vinnu okkar heldur einnig hluti af lífi okkar.“

Allur undirbúningur hafi hins vegar verð stopp sl. tvo mánuði eftir að Pavlo Hrytsak var ráðin í lok síðasta árs sem samhæfingarstjóri og öll vinna teymisins hafi þar með verið hindruð.

Þá feli sú ákvörðun að auka kostnaðinn við keppnina úr 22 milljónum evra í 29 milljónir, að úkraínska ríkissjónvarpið verði af miklum tekjum.

EBU sagði í yfirlýsingu sinni að sambandið tjái sig ekki um starfsmannamál, en að teyminu væri þakkað fyrir vinnu sína og að ítrekað hefði verið úkraínska ríkissjónvarpið að fyrri áætlanir haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson