RÚV fylgist grannt með stöðu mála

Undirbúningur keppninnar er í uppnámi.
Undirbúningur keppninnar er í uppnámi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að þar sé fylgst grannt með stöðu mála í Kænugarði og að menn hafi vissar áhyggjur af tíðindum dagsins. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag er und­ir­bún­ing­ur Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar, sem halda á í Úkraínu í maí, nú í tölu­verðu upp­námi eft­ir að 21 af þeim sem vinna að und­ir­bún­ingi keppn­inn­ar hættu störfum.

Úkraínska und­ir­bún­ingsteymið seg­ist ekki hafa getað tekið nein­ar ákv­arðanir frá því að nýr sam­hæf­ing­ar­stjóri var ráðinn til starfa í des­em­ber.

Í upp­sagn­ar­bréfi sínu segja starfs­menn­irn­ir að þeir hafi verið „full­kom­lega hindraðir“ í því að taka nokkr­ar ákv­arðanir varðandi söngv­akeppn­ina.

Frétta­vef­ur BBC seg­ir sam­tök evr­ópskra sjón­varps­stöðva, EBU, hafa sagt úkraínska rík­is­sjón­varp­inu að það verði að halda áætl­un þrátt fyr­ir upp­námið. Eurovisi­on-keppn­in verði hald­in 13. maí líkt og fyrri áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir.

Bakland keppninnar afar traust

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, bendir á að bakland keppninnar sé afar traust, í samtali við RÚV. Segir hann að forsvarsmenn keppninnar séu eflaust farnir að skoða málið alvarlega og meta hvort þörf sé á einhvers konar inngripi.

„Hvort aðstoða eigi beint við undirbúning og skipulagningu keppninnar í Kænugarði eða hvort nauðsynlegt verði að færa hana. Sem fyrr segir munum við fylgjast grannt með næstu skrefum og verðum í sambandi við forsvarsmenn keppninnar til að kalla eftir frekari upplýsingum um stöðuna sem upp er komin,“ er haft eftir Skarphéðni.

Skarphéðinn Guðmundsson.
Skarphéðinn Guðmundsson.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson