Dætur Lisu Marie Presley í umsjá barnaverndaryfirvalda

Lisa Marie Presley og fyrrverandi eiginmaður hennar, Michael Lockwood.
Lisa Marie Presley og fyrrverandi eiginmaður hennar, Michael Lockwood. Skjáskot / Daily Mail

Fregnir herma að tvíburadætur Lisu Marie Presley og fyrrverandi eiginmanns hennar, Michael Lockwood, hafi verið færðar í umsjá barnaverndarnefndar eftir að ósæmilegar ljósmyndir og myndskeið af ungum börnum fundust á tölvu Lockwood.

Daily Mail heldur því fram að Presley, sem er dóttir Elvis Presley, hafi fundið myndirnar og myndefnið á tölvu fyrrverandi eiginmanns síns, en þau slitu sambandi sínu síðasta sumar.

Daily Mail vitnar í dómsskjöl þar sem fram kemur að lagt hafi verið hald á fjöldann allan af tölvum og snjalltækjum í eigu Lockwood eftir að húsleit fór fram á heimili þeirra.

„Mér skilst að lögreglan í Tennessee sé einnig að framkvæma rannsókn á myndunum og myndskeiðunum sem ég fann,“ á Presley að hafa sagt í dómsskjölunum.

„Ég hef ekki hugmynd um hvað annað gæti leynst á tækjunum, og óttast að þar sé að finna fleiri og verri myndir.“

Presley og Lockwood gengu í hjónaband árið 2006, en slitu sambandi sínu á síðasta ári. Þau hafa staðið í harðvítugum deilum undanfarið, en Presley hefur sakað sinn fyrrverandi eiginmann um að nýta sér auð hennar auk þess sem hún lýsti því yfir að hann hefði ekki staðið við föðurlegar skyldur sínar.

Samkvæmt frétt Daily Mail hefur Lockwood farið fram á að Presley borgi honum framfærslueyri, en hann heldur því fram að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir kaupmála áður en þau gengu í hjónaband.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant