Eitt af markmiðunum að fá gullplötu

Jökull Júlíusson með gullplötuna.
Jökull Júlíusson með gullplötuna. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Kaleo

Hljómsveitin Kaleo fékk á dögunum afhenta gullplötu í Bandaríkjunum fyrir sölu á smáskífunni Way Down We Go.

Samtökin RIAA afhentu gullplötuna fyrir 500 þúsund eintaka sölu í föstu formi.

Lagið er tekið af nýjustu plötu sveitarinnar, A/B, sem kom út á síðasta ári. Það hljómar undir stiklu kvikmyndarinnar Logan, sem er nýjasta myndin um Wolverine úr X-Men.

„Það er alltaf gaman að fá slíkar viðurkenningar, sérstaklega kannski í ljósi þess hversu dræm plötusala er almennt í dag,“ segir Jökull Júlíusson, forsprakki Kaleo, um þessa fyrstu gullplötu Kaleo í Bandaríkjunum. 

„Þetta var klárlega eitt af mínum markmiðum og það er alltaf gaman þegar maður nær að uppfylla þau. Maður er ekkert allt of mikið að pæla í viðurkenningum en það er gaman að fá það staðfest að fólk kunni að meta það sem þú ert að gera.“

Jökull og félagar í Kaleo hafa verið staddir hérlendis undanfarna daga. Þeir fljúga aftur út á mánudaginn og hyggja á tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada í mars.

Spilamennskan heldur áfram í sumar. Næsta haust er svo stefnt á tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu þar sem Kaleo verður aðalnúmerið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson