Herbie Hancock í Hörpu

Herbie Hancock.
Herbie Hancock.

Herbie Hancock, einn virtasti djasstónlistarmaður samtímans, heldur tónleika með Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin í Eldborg í Hörpu 20. júlí. Hancock á yfir 50 ára feril að baki og hefur hlotið 14 Grammy-verðlaun, síðast fyrir hljómplötuna River: The Joni Letters.

„Tónlist hans heldur áfram að heilla menn um heim allan og alkunna er að ungir djasspíanóleikarar leita óspart í smiðju hans. Þeir eru ekki margir sem hafa haft viðlíka áhrif á djass og Herbie Hancock,“ segir m.a. á vef Hörpu um tónleikana, en Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur á ferli sínum.

Hann kom fram á Listahátíð í Reykjavík árið 1986 og lék þá einn á órafmagnað píanó. „Það er heldur óvanaleg reynsla fyrir mig að halda tónleika sem þessa, ég hef aðeins gert það fimm sinnum áður. Ég er því mjög spenntur sjálfur að sjá hvernig þeir verða,“ sagði Hancock í samtali við Morgunblaðið fyrir þá tónleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson