Jolie vaknaði til lífsins í Kambódíu

Angelina Jolie ásamt börnum sínum í heimsókninni til Kambódíu.
Angelina Jolie ásamt börnum sínum í heimsókninni til Kambódíu. AFP

Angelina Jolie segist loks hafa vaknað til lífsins er hún kom í fyrsta sinn til Kambódíu árið 2001. Um helgina frumsýndi hún nýja kvikmynd sína í landinu. Myndin fjallar um þjóðarmorð Rauðu kmeranna undir stjórn Pols Pot. Myndin kemur út á Netflix síðar á þessu ári. Börnin hennar sex voru öll viðstödd frumsýninguna en þetta er í fyrsta sinn sem Jolie kemur fram opinberlega eftir að hún skildi við leikarann Brad Pitt á síðsta ári.

Kvikmyndin heitir First They Killed My Father og er Jolie leikstjóri hennar. Myndin er byggð á samnefndri ævisögu Loung Ung sem var fimm ára er ofsóknir Rauðu kmeranna hófust. 

Jolie vonar að myndin eigi eftir að hjálpa Kambódíumönnum til að opna sig um áfallið sem þjóðin varð fyrir. Tvær milljónir manna létust. 

Jolie kom fyrst til Kambódíu árið 2011 til að taka upp kvikmyndina Lara Croft: Tomb Raider. Myndin var m.a. tekin upp í hinni fornu borg Angkor. Frumsýningin myndarinnar fór fram í Angkor Wat, stærsta hofi borgarinnar.

Í kjölfar þessarar fyrstu heimsóknar ættleiddi hún elsta son sinn, Maddox.

„Ég kom til þessa lands og féll fyrir íbúunum og vildi læra meira um sögu þeirra. Með því komst ég að því hvað ég vissi í raun lítið um heiminn,“ segir Jolie í samtali við BBC.

Hún segir að vera sín í Kambódíu hafi því opnað augu sín. Hún segist þakklát fyrir það.

Kvikmyndin segir frá ævi Ung og hefst er hún var fimm ára og fjölskylda hennar neyddist til að yfirgefa heimili sitt í höfuðborginni Phnom Penh.

Angelina Jolie á blaðamannafund í Siem Reap í Kambódíu um …
Angelina Jolie á blaðamannafund í Siem Reap í Kambódíu um helgina. AFP

Talið er að um tvær milljónir manna hafi fallið á valdatíma Rauðu kmeranna, frá 1975-1979. Fólk var ýmist drepið, þrælkað til dauða eða það svalt í helt.

Jolie vonar að myndin eigi eftir að vekja fólk til umhugsunar og hjálpa Kambódíumönnum að vinna úr áfallinu.

Meðal þeirra sem voru viðstaddir frumsýninguna var kóngur Kambódíu, Norodom Sihamoni sem veitti Jolie ríkisborgararétt í landinu sínu árið 2005.

Jolie og Pitt hófu samband sitt árið 2004. Hún sótti um skilnað í fyrra. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Jolie um sambandsslitin við BBC. „Margir aðrir eru í þessari stöðu. Öll fjölskyldan mín hefur átt erfitt. En nú einbeiti ég mér að börnum mínum, börnunum okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason