Wildenstein og Klein grófu stríðsöxina

Parið hefur náð sáttum.
Parið hefur náð sáttum. Skjáskot / People

Á síðasta ári var Jocelyn Wildenstein, einnig gjarnan nefnd kattarkonan, handtekin fyrir að hafa ráðist á sambýlismann sinn, fatahönnuðinn Lloyd Klein.

Frétt mbl.is: Réðst á sambýlismanninn með skærum

Talsmaður Lloyd greindi í kjölfarið frá því að sambandi parsins væri lokið og að Klein hefði flutt út af heimili þeirra sem staðsett er í Trump-turninum í New York.

Eins og fram kemur í frétt People var málið gegn Wildenstein þó látið niður falla á dögunum. Klein hafði einnig verið sakaður um að hafa veist að Wildenstein, sem og fyrir að hafa stolið farsíma og kreditkorti hennar, en málið gegn honum var einnig látið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum.

Nú virðast skötuhjúin hafa náð sáttum, en samkvæmt frétt People sást til þeirra um helgina þar sem þau skelltu sér í rómantískan kvöldverð til að fagna fimmtugsafmæli Klein. Sjónarvottar segja að parið hafi látið vel hvort að öðru og að þau hafi virst kát og hamingjusöm.

Wildenstein fékk viðurnefnið kattarkonan vegna fjölda fegrunaraðgerða sem hún hefur gengist undir í gegnum tíðina, í tilraun til að líkjast kattardýri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason