Jolie gæðir sér á tarantúlu

Eflaust þykja mörgum kræsingarnar heldur ólystugar.
Eflaust þykja mörgum kræsingarnar heldur ólystugar. Skjáskot / BBC

Angelina Jolie hefur haldið sig til hlés eftir að hún sótti um skilnað við leikarann og barnsföður sinn, Brad Pitt. Á dögunum gaf hún þó kost á viðtali við BBC, þar sem hún tjáir sig lífið eftir skilnaðinn sem og nýju kvikmynd sína, First They Killed My Father. Myndin er byggð á samnefndri ævisögu Loung Ung, sem lifði þjóðarmorð Rauðu kmeranna í Kambódíu af.

Frétt mbl.is: Jolie vaknaði til lífsins í Kambódíu

Jolie segist hafa fallið fyrir landinu þegar hún heimsótti það fyrst, en hún ættleiddi elsta son sinn Maddox þaðan. Þá hefur hún tileinkað sér matagerðarlist Kambódíu, sem mörgum þykir eflaust æði sérstök.

Í viðtalinu sést Jolie matreiða og gæða sér á krybbum, tarantúlum og sporðdrekum, sem hún segist hafa kynnst þegar hún heimsótti Kambódíu í fyrsta sinn.

„Maður byrjar á krybbunum, krybbum og bjór. Síðan færir maður sig yfir í tarantúlurnar,“segir Jolie.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson