Chris Brown í nálgunarbann

Chris Brown.
Chris Brown. AFP

Tónlistarmanninum Chris Brown hefur verið fyrirskipað að halda sig fjarri fyrrverandi unnustu sinni, fyrirsætunni Karrueche Tran, eftir að hún lagði fram kæru á hendur honum um að hann hafi slegið hana og hótað að drepa hana.

Samkvæmt dómsniðurstöðu í Los Angeles í gær var honum gert að sæta nálgunarbanni að beiðni Tran og á hann yfir höfði sér handtöku brjóti hann gegn nálgunarbanninu.

Tran, sem hefur átt í stormasömu sambandi við Brown, segir að söngvarinn hafi slegið hana í magann og ýtt henni niður stiga fyrir nokkrum árum. Hún hafi hins vegar ekki látið lögreglu vita. Hún óskaði eftir nálgunarbanni núna þar sem Brown hefði nýverið sent henni hótanir í smáskilaboðum.

Hún segir að hann hafi sagt nokkrum vinum sínum að hann ætli að drepa hana. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brown verður uppvís að ofbeldi og hótunum. Hann var dæmdur á sínum tíma fyrir að hafa barið Rihanna, þáverandi kærustu sína, þegar þau voru að fara á Grammy verðlaunahátíðina 2009. 

Í fyrra var hann handtekinn grunaður um vopnaða árás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans.

Brown birti í gær myndskeið á Instagram þar sem hann bað aðdáendur sína að hlusta ekki á allt sem þeir heyri um hann. Ekki er vitað hvort hann átti þar við nálgunarbannið eða illdeilur hans við rapparann Soulja Boy.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler