Fagna fjölbreytileika

Úr kvikmynd Aki Kaurismäki, Hin hlið hamingjunnar, sem er opnunarmynd …
Úr kvikmynd Aki Kaurismäki, Hin hlið hamingjunnar, sem er opnunarmynd Stockfish.

„Hátíðin var haldin fyrst árið 1978 en þá undir nafninu Kvikmyndahátíð í Reykjavík,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Stockfish. „Hátíðin lagðist af árið 2001 en var endurvakin árið 2015 undir nýju nafni, Stockfish. Nafnið er tilvísun í skreið sem var lengi ein helsta útflutningsvara okkar Íslendinga. Við viljum því að sjálfsögðu stefna að því að gera kvikmyndagerð að stærstu útflutningsvöru Íslendinga líkt og skreiðin var á sínum tíma.“

Það eru fagfélög í kvikmyndagerð sem standa að hátíðinni og eiga fulltrúa í stjórn hátíðarinnar sem að sögn Ásu er svokölluð bransahátíð.

„Stockfish kemur saman innlendu og erlendu kvikmyndagerðarfólki og er í þeim skilningi bransahátíð en einnig áhorfendahátíð þar sem allir viðburðir og sýningar eru opin almenningi.“

Kvikmyndahátíðin hefst í dag og er haldin í samvinnu við Bíó Paradís og fagfélög í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi en hátíðinni er m.a. ætlað að veita almenningi aðgang að verðlaunakvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis auk þess sem hún stendur fyrir fjöldanum öllum af viðburðum og heimsóknum erlendra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila í kvikmyndagerð til Íslands.

Skipt í nokkra flokka

„Sýndar verða 45 myndir á hátíðinni í ár og eru þar á meðal nokkrar verðlaunamyndir en við skiptum hátíðinni niður í nokkra flokka,“ segir Ása og bendir á að gestir hátíðarinnar muni njóta þess að sjá rjómann af því besta sem kvikmyndahúsin bjóða upp á í dag.

„Við höfum alltaf handvalið á um 20 til 30 myndir. Það eru gjarnan myndir sem hafa unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum eða fengið mikla athygli. Þá erum við með flokk mynda eftir gesti hátíðarinnar en í ár bjóðum við upp á myndir franska leikstjórans Alain Guiraudie en við ætlum að frumsýna myndina hans Staying Vertical auk þess að sýna myndirnar hans Stranger by the Lake og King of Escape.“

Íslenskar myndir verða ekki útundan á hátíðinni en sérstakur flokkur er fyrir íslenskar myndir og myndir sem tengjast Íslandi á einhvern hátt.

„Við erum einnig með sérflokk sem nefnist LUX-verðlaunamyndir og þær koma af LUX-Prizw verðlaunahátíðinni,“ segir Ása en hátíðin er í boði Evrópuþingsins og er ætlað að styrkja evrópska kvikmyndagerð og sýna fjölbreytileika kvikmynda í Evrópu.

Síðasti flokkurinn að sögn Ásu er svo myndir þar sem austrið mætir norðrinu og verða myndir í þeim flokki frá löndum á borð við Rúmeníu og Eistland.

Erlendir gestir og blaðamenn

Að venju kemur fjöldi erlendra gesta á hátíðina, bæði fjölmiðla- og kvikmyndagerðarmenn. Ása segir það mikilvægan þátt hátíðarinnar en erlendum blaðamönnum eru m.a. sýndar stiklur úr íslenskum myndum sem eru í vinnslu.

„Þetta er allt í senn bransahátíð, áhorfendahátíð og árshátíð kvikmyndagerðar enda tengist Stockfish uppskeruhátíð sjónvarps- og kvikmyndagerðar á Íslandi, sjálfum Eddu-verðlaununum,“ segir Ása, spurð um tímaramma hátíðarinnar sem haldin er í beinu framhaldi af frönskum og þýskum kvikmyndadögum og nálægðina við Eddu-verðlaunin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant