Öryggisvörðurinn var á dollunni

Cowell og fjölskylda hans sváfu vært á meðan ráninu stóð, …
Cowell og fjölskylda hans sváfu vært á meðan ráninu stóð, en öryggisvörðurinn var hins vegar á dollunni. AFP

Öryggisvörður í þjónustu Simon Cowell er sagður hafa verið á klósettinu þegar óprúttinn innbrotsþjófur braust inn á heimili stjörnunnar og hafði á brott með sér verðmæta skartgripi.

Meðal þess sem þjófurinn stal var demantshringur, armband og úr að verðmæti milljón sterlingspunda, eða rúmlega 136 milljóna íslenskra króna.

Samkvæmt frétt Sky átti atvikið sér stað í desember 2015 en öryggisvörður á vakt lýsti því fyrir rétti að einkaöryggisvörður Cowells, Simon Williams, hafi að öllum líkindum verið á salerninu á meðan innbrotinu stóð.

„Herra Williams sagði að hann hefði farið á klósettið og þegar hann hafi snúið aftur hafi hann tekið eftir því að útidyrahurðin hafi verið opin, og öll ljós hafi verið kveikt.“

Williams segir að íbúar hússins hafi verið í fastasvefni þegar ránið fór fram en Cowell, eiginkona hans og sonur þeirra voru heima, ásamt barnfóstru drengsins.

Meintur þjófur var seinna færður í hald lögreglu, og er verið að rétta í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant