Foster og Fox mótmæltu Trump

Jodie Foster segist almennt vera treg í taumi til að …
Jodie Foster segist almennt vera treg í taumi til að stíga fram opinberlega til að tjá skoðanir sínar. Nú hefur orðið breyting þar á. AFP

Bandarísku leikararnir Jodie Foster og Michael J. Fox fóru fyrir samstöðufundi gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Mótmælin, sem báru yfirskriftina Sameinaðar raddir, voru skipulögð af umboðsskrifstofunni United Talent Agency, sem ákvað að halda samstöðufund í stað hefðbundins teitis fyrir Óskarsverðlaunahátíðina.

Foster, sem segist tjá sig sjaldan á almannafæri, segir að nú sé tímabært að stíga fram opinberlega til að tjá skoðanir sínar, að því er segir á vef BBC.

Michael J. Fox lét nokkur orð falla.
Michael J. Fox lét nokkur orð falla. AFP

„Við erum þau heppnu,“ sagði Michael J. Fox við samkomuna. Hann bætti því við hann vildi deila þeirri lukku með því flóttafólki sem vilji koma til Bandaríkjanna. 

„Ég trúi því að þegar þú hefur fengið að njóta svo mikilla góðvildar að það sé þá eðlilegt að finna til borgaralegrar skyldu eða jafnvel alþjóðlegrar skyldu,“ sagði Fox á fundinum sem fór fram í Beverly Hills. 

AFP

„Ég lít á mig sem bjartsýnismann og það getur stundum reynst mér erfitt persónulega og einnig þegar maður verður var við vaxandi umburðarleysi, minni samkennd og hluttekningu í heiminum í kringum okkur,“ sagði Fox enn fremur. 

Hann bætti við að það væri hægt að ráðast á fólk, hæðast að því og reyna draga úr virðingu þess, en það væri hins vegar ekki hægt að hafa reisnina af fólki nema það ákveði sjálft að gefa hana upp á bátinn. 

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tók einnig þátt í að ávarpa …
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tók einnig þátt í að ávarpa samkomuna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler