Breski risinn látinn

Neil Fingleton spilaði körfubolta áður en hann sneri sér að …
Neil Fingleton spilaði körfubolta áður en hann sneri sér að leiklist. AFP

Leikarinn Neil Fingleton sem var hæsti maður Bretlands, 2,32 metrar á hæð, er látinn. Hann lést vegna hjartabilunar einungis 36 ára gamall. Hann lék meðal annars í þáttaröðunum Game Of Thrones, í kvikmyndinni X-men First Class og Jupiter Ascending. Sky greinir frá. 

Síðasta verkefni Fingleton var í þáttaröðinni Game Of Thrones sem var tekin upp í norðurhluta Írlands þar sem hann fór með hlutverk risans Mag. Áður en hann sneri sér að leiklistinni spilaði hann körfubolta í Bandaríkjunum og á Spáni með góðum árangri. 

11 ára orðinn tæplega 180 sentímetrar  

„Hann var mjög kurteis og fínn gaur,“ sagði Kenneth Earle, umboðsmaður hans, við fréttastofuna Sky.  

Í viðtali í Heimsmetabók Guinness árið 2006 sagðist hann alla tíð hafa verið stór líkt og flestir í fjölskyldunni. Hann sagði að við 11 ára aldurinn hafi hann tekið verulegan vaxtarkipp og verið mikið stærri en skólafélagar sínir en þá var hann orðinn tæplega 180 sentimetra hár.   

Leikarar í þáttaröðinni Game Of Thrones.
Leikarar í þáttaröðinni Game Of Thrones.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson