Horfir ekki á Óskarinn

Trump Bandaríkjaforseti.
Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Óskarsverðlaunin verða veitt með pompi og prakt frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda í kvöld. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður ekki í þeim hópi.

Glansfréttaskýrendur ganga út frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fái yfir sig hressilega dembu á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í Los Angeles í kvöld enda maðurinn með afbrigðum óvinsæll meðal leikara og annarra listamanna.

Að sögn Seans Spicers, blaðafulltrúa Hvíta hússins, mun yfirmaður hans kæra sig kollóttan og ætlar sér víst ekki að horfa á viðburðinn í sjónvarpinu.

„Skoðanir Hollywood eru þekktar fyrir að vera frekar langt til vinstri, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Spicer á fundi með fréttamönnum. „Ég held að forsetinn verði með ríkisstjóraballið þetta sama kvöld og frú Trump hlakkar mikið til að láta gesti standa á öndinni. Þar verður fókusinn hjá forsetahjónunum þetta kvöld.“

Trump hefur áður veist að Óskarsverðlaunum á Twitter og meðal annars kallað þau „kúadellu“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant