Óttaðist að hún gæti aldrei átt börn

Lily Collins þjáðist af átröskun á sínum yngri árum.
Lily Collins þjáðist af átröskun á sínum yngri árum. AFP

Leikkonan Lily Collins, sem þjáðist af átröskun á yngri árum, segir að hún hafi verið dauðhrædd um að hafa skemmt líkama sinn. Þá segir hún ennfremur að hún hafi óttast að geta ekki eignast börn, enda var hún afar illa á sig komin eftir langa baráttu við bæði lotugræðgi og lystarstol.

„Neglur mínar urðu stökkar og brothættar og hárið á mér líka. Hálsinn á mér logaði og mig verkjaði í vélindað. Í nokkur ár fór ég ekki á blæðingar, en ég var dauðhrædd um að ég myndi aldrei geta eignast börn,“ lýsti leikkonan yfir í viðtali við The Times.

Collins nýtti sér reynslu sína í sinni nýjustu kvikmynd, To the Bone, þar sem hún leikur unga konu sem þjáist af átröskun. Leikkonan þurfti að léttast fyrir hlutverkið, en að þessu sinni gerði hún það í samvinnu við næringarfræðing. Engu að síður segir hún að hlutverkið hafi tekið verulega á.

Frétt mbl.is: Fékk aðstoð næringarfræðings til að léttast

Lily Collins skellti sér á Óskarsverðlaunin í gær.
Lily Collins skellti sér á Óskarsverðlaunin í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson